Nauðsynlegt að fara í uppbyggingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2017 20:51 Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22