Feiersinger dáðist að Dagnýju hjá Bayern Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 13:15 Dagný varð þýskur meistari með Bayern árið 2015. Vísir/Getty Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira