Guðjón Baldvins: Skoðaði það í vetur hvað hann væri að gera vitlaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:15 Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira