Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:25 Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30