Anna Björk: Eina leiðin er upp á við Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 23:08 Anna í baráttunni í kvöld visir/getty Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24