Aðgreining og mismunun, fyrir hverja og af hverju? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2017 09:04 Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar