Evrópuævintýri stelpnanna okkar lauk á versta mögulega veg með 3-0 tapi gegn Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam. Markmiðið náðist ekki og stelpurnar á leiðinni heim með núll stig og eitt mark skorað í þremur leikjum.
Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. Mun Ísland komast á HM í Frakklandi 2019?
Þátturinn var skotinn fyrir utan Spörtu leikvanginn í Rotterdam í gærkvöldi og má sjá í spilaranum hér að neðan.