Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2017 10:01 Um 55 prósent allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3 prósenta aukning miðað við júní 2016. visir/Anton Brink Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6 prósenta aukning miðað við júní 2016. Þetta segir í frétt Hagstofu Íslands sem hefur að undanförnu rannsakað, greint og birt ýmsar tölur sem snúa að ferðaþjónustu.Bandaríkjamenn flestir Í fréttinni kemur fram að um 55 prósent allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3 prósenta aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55 prósenta aukning frá fyrra ári, en einnig var 11 prósenta aukning á Suðurlandi, þar sem gistinætur voru 73.200. „Gistinætur á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 23.000 og á Austurlandi voru þær 16.200, sem í báðum tilvikum er 3% samdráttur frá fyrra ári.“ Í fréttinni segir jafnframt að flestar gistinætur í júní áttu Bandaríkjamenn eða 113.300, þá koma Þjóðverjar með 61.600 og Bretar með 33.600, „en íslenskar gistinætur í júní voru 23.800.“Gistinóttum Íslendinga fækkarGistinætur erlendra gesta voru 94 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 8 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15 prósent. „Við þessa uppfærslu var tekið upp breytt verklag við mat á áreiðanleika flokkunar gistinátta eftir þjóðernum ferðamanna, sem breytti hlutfalli milli erlendra og íslenskra gistinátta frá því sem ella hefði verið. Þessi fækkun íslenskra gistinátta milli ára skýrist að hluta af því að hlutfall íslenskra gistinátta gæti hafa verið ofmetið í fyrri tölum,“ segja þeir Hagstofumenn.Súlurit Hagstofunnar um gistinætur á hótelum.„Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2016 til júní 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.165.000 sem er 27% aukning miðað við sama tímabil árið áður.“Rúmlega 80 prósenta nýting á hótelherbergjum Mikil uppbygging hefur að undanförnum árum á gistirýmum og hótelbyggingum. Þessar tölur segja því ekki alla söguna en Hagstofufólk greindi einnig nýtingu gistirýmis og komst að því að um er að ræða 81 prósenta nýtingu herbergja á hótelum í júní, sem er lækkun um 0,5 prósentustig frá júní 2016 þegar nýtingin var 81,5 prósent „Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,5%, mælt í fjölda herbergja. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 87,6%.“ Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. „Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur.“ Unnið er að því að uppfæra tölur fyrir fyrri ár til samræmis við það að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði telst nú með Suðurlandi, í stað Austurlands áður. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6 prósenta aukning miðað við júní 2016. Þetta segir í frétt Hagstofu Íslands sem hefur að undanförnu rannsakað, greint og birt ýmsar tölur sem snúa að ferðaþjónustu.Bandaríkjamenn flestir Í fréttinni kemur fram að um 55 prósent allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3 prósenta aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55 prósenta aukning frá fyrra ári, en einnig var 11 prósenta aukning á Suðurlandi, þar sem gistinætur voru 73.200. „Gistinætur á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 23.000 og á Austurlandi voru þær 16.200, sem í báðum tilvikum er 3% samdráttur frá fyrra ári.“ Í fréttinni segir jafnframt að flestar gistinætur í júní áttu Bandaríkjamenn eða 113.300, þá koma Þjóðverjar með 61.600 og Bretar með 33.600, „en íslenskar gistinætur í júní voru 23.800.“Gistinóttum Íslendinga fækkarGistinætur erlendra gesta voru 94 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 8 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15 prósent. „Við þessa uppfærslu var tekið upp breytt verklag við mat á áreiðanleika flokkunar gistinátta eftir þjóðernum ferðamanna, sem breytti hlutfalli milli erlendra og íslenskra gistinátta frá því sem ella hefði verið. Þessi fækkun íslenskra gistinátta milli ára skýrist að hluta af því að hlutfall íslenskra gistinátta gæti hafa verið ofmetið í fyrri tölum,“ segja þeir Hagstofumenn.Súlurit Hagstofunnar um gistinætur á hótelum.„Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2016 til júní 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.165.000 sem er 27% aukning miðað við sama tímabil árið áður.“Rúmlega 80 prósenta nýting á hótelherbergjum Mikil uppbygging hefur að undanförnum árum á gistirýmum og hótelbyggingum. Þessar tölur segja því ekki alla söguna en Hagstofufólk greindi einnig nýtingu gistirýmis og komst að því að um er að ræða 81 prósenta nýtingu herbergja á hótelum í júní, sem er lækkun um 0,5 prósentustig frá júní 2016 þegar nýtingin var 81,5 prósent „Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,5%, mælt í fjölda herbergja. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 87,6%.“ Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. „Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur.“ Unnið er að því að uppfæra tölur fyrir fyrri ár til samræmis við það að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði telst nú með Suðurlandi, í stað Austurlands áður.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira