Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss hækkað í gult stig Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. júlí 2017 21:06 Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var hækkað í gult stig í morgun, eftir að Jökulhlaup hófst í Múlakvísl seint í gærkvöldi. Hlaupið náði svo hámarki í dag, en áfram verður fylgst með svæðinu. Mönnum er efst í huga hamfaraflóðin sem áttu sér stað í Múlakvísl árið 2011 og viðbragðsaðilar voru viðbúnir ef það skyldi gerast aftur. Líkindi voru með hlaupinu í dag og hlaupinu þá. Rafleiðni í Múlakvísl hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því að skjálfti varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í vikunni. Hann mældist 4,5 í stærð. Í gærkvöldi tók rafleiðnin kipp og snemma í morgun var komið það mikið jarðhitavatn í ánna að Veðurstofan og Almannavarnir hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss upp í gult og tilkynntu að jökulhlaup væri hafið. Tveir jarðskjálftar urðu norðarlega í Kötluöskjunni rétt eftir miðnætti og voru þeir að stærðinni 2,5 og þrír. Frá því að rafleiðnin náði toppi í morgun, hefur hún verið að síga hægt niður aftur og vatnshæð hefur einnig minnkað. Liturinn í ánni hefur verið dökkur sem segir að töluverð drulla er að skila sér úr jöklinum. Þó nokkur fjöldi ferðamanna er á svæðinu og það voru margir í Þakgili í nótt. Að sögn þeirra sem fréttastofa ræddi við var varla vært út sökum brennisteinslyktar. Veðurstofan varaði í dag fólk við því að vera nærri ánni vegna mengunar.Sjá einnig: Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinuVegagerðin og lögreglan hafa vaktað ánna frá því í gærkvöldi og stóðu sjónpóst á brúnni austan við Vík. Brúin er nýleg og á að standa jökulhlaup en árið 2011 sópaðist gamla brúin í burtu. Nú er vegurinn hannaður svo vatn flæði yfir hann til að hlífa brúnni. Ekkert sig hefur mælst í jöklinum en flogið var yfir svæðið í morgun. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í dag vegna hlaupsins og um miðjan dag kom tilkynning um að hlaupið hefði náð hámarki. Áfram verður fylgst með svæðinu. Enn er fólk beðið um að fara varlega á þessum slóðum. Þá barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning ofan af Sólheimajökli í dag frá leiðsögumönnum. Þar var tilkynnt um brennisteinslykt, sérkennileg hljóð og vatn á stöðum þar sem það á ekki að vera. Hins vegar hafi komið í ljós að ekkert óvenjulegt væri að gerast. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að brugðist hafi verið við því með að hafa samband við ferðaþjónustuaðila. Þeir fóru allir með sína hópa af jöklinum. Ástandinu hafi svo verið aflétt þegar í ljós kom að ekkert óeðlilegt væri á seiði.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira