White: Nunes fær aldrei aftur aðalbardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júlí 2017 17:15 White og Nunes. vísir/getty Dana White, forseti UFC, var brjálaður út í bantamvigtarmeistarann Amöndu Nunes eftir að hún dró sig úr bardaganum gegn Valentinu Shevchenko um nýliðna helgi með aðeins nokkurra klukkutíma fyrirvara. Nunes segist vera með króníska ennisholubólgu og hafi ekki liðið vel í niðurskurðinum. Á endanum hafi hún ekki treyst sér í bardaga en þetta er í fyrsta skipti sem hún dregur sig úr bardaga. Bardagi Nunes og Shevchenko átti að vera aðalbardaginn á UFC 213 en White er svo reiður út í Nunes að hann ætlar aldrei aftur að gefa henni aðalbardaga hjá sambandinu. „Læknarnir sögðu að það væri í lagi með hana. Hún var líkamlega í lagi til þess að berjast en henni leið ekki vel. Ég held að þetta hafi verið 90 prósent andlegt og 10 prósent líkamlegt. Það hafa margir barist þó svo þeir hafi ekki alveg verið 100 prósent. Ég mun ekki gefa henni aðalbardaga eftir þetta,“ sagði White hundfúll. Þessi afstaða forsetans kemur á óvart. Aðalkvenstjarna UFC, Ronda Rousey, mun líklega aldrei berjast aftur og UFC gat vel haldið áfram að gera Nunes að stjörnu. Með þessu er White nánast að kasta þyngdarflokkinum í ruslið. Svo þykir hann heldur ekki vera samkvæmur sjálfum sér. Jon Jones hefur brugðist UFC áður og átti aldrei að fá aðalbardaga aftur. Hann er aftur á móti að fá aðalbardaga í lok mánaðarins. MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. 8. júlí 2017 23:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, var brjálaður út í bantamvigtarmeistarann Amöndu Nunes eftir að hún dró sig úr bardaganum gegn Valentinu Shevchenko um nýliðna helgi með aðeins nokkurra klukkutíma fyrirvara. Nunes segist vera með króníska ennisholubólgu og hafi ekki liðið vel í niðurskurðinum. Á endanum hafi hún ekki treyst sér í bardaga en þetta er í fyrsta skipti sem hún dregur sig úr bardaga. Bardagi Nunes og Shevchenko átti að vera aðalbardaginn á UFC 213 en White er svo reiður út í Nunes að hann ætlar aldrei aftur að gefa henni aðalbardaga hjá sambandinu. „Læknarnir sögðu að það væri í lagi með hana. Hún var líkamlega í lagi til þess að berjast en henni leið ekki vel. Ég held að þetta hafi verið 90 prósent andlegt og 10 prósent líkamlegt. Það hafa margir barist þó svo þeir hafi ekki alveg verið 100 prósent. Ég mun ekki gefa henni aðalbardaga eftir þetta,“ sagði White hundfúll. Þessi afstaða forsetans kemur á óvart. Aðalkvenstjarna UFC, Ronda Rousey, mun líklega aldrei berjast aftur og UFC gat vel haldið áfram að gera Nunes að stjörnu. Með þessu er White nánast að kasta þyngdarflokkinum í ruslið. Svo þykir hann heldur ekki vera samkvæmur sjálfum sér. Jon Jones hefur brugðist UFC áður og átti aldrei að fá aðalbardaga aftur. Hann er aftur á móti að fá aðalbardaga í lok mánaðarins.
MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. 8. júlí 2017 23:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Amanda Nunes veik og getur ekki barist í kvöld - Romero og Whittaker í aðalbardaga kvöldsins UFC varð fyrir áfalli í dag þegar bardagasamtökin þurftu að hætta við aðalbardaga kvöldsins á UFC 213. Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes er veik og getur ekki varið titilinn sinn í nótt eins og til stóð. 8. júlí 2017 23:15