Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 18:11 Frá sýnatöku í fjörunni við Faxaskjól fyrir helgi. vísir/vilhelm Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent