Listi ráðalausu ríkisstjórnarinnar lengist Sigurður Ingi Jóhansson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands. Í stað þess að einhenda sér í að móta stefnu til lengri tíma, tryggja sjálfbærni ferðaþjónustunnar sem byggir á þeirri vitneskju sem við höfum meðal okkar fagfólks, þá er ráðleysið slíkt að aftur eigi að búa til eitthvað nýtt. Er þörf á „lítilli Hafró“, eins og ráðherra kýs að kalla hana? Að mínu mati væri nærtækara að styrkja þann faglega grunn sem nú þegar er fyrir hendi og efla rannsóknir enn frekar innan þeirra stofnana sem sjá um þessi mál, a.m.k. á meðan ekki er til sérstakt ráðuneyti ferðamála.Flækjustig Umtalsvert flækjustig er í málaflokknum. Hugmynd ráðherra væri ágæt ef ekki væru nú þegar til stofnanir sem hafa umsjón með þessu verkefni, en Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála sjá um rannsóknir, vöktun, gagnaöflun og ákvarðanatöku með einum eða öðrum hætti. Ég veit ekki betur en að Umhverfisstofnun styðjist við gögn frá fagfólki og birti rauða og appelsínugula lista yfir svæði, sem eru í hættu vegna átroðnings. Umhverfisstofnun hefur auk þess heimild til að loka og taka gjald fyrir veitta þjónustu á náttúruverndarsvæðum. Skyldi ráðherra umhverfis- og auðlindamála vera samþykkur því sem ferðamálaráðherra boðar? Ferðamálastofa, sem er á ábyrgð ferðamálaráðherra, fór í umfangsmikla stefnumótunarvinnu síðastliðið haust. Þessi ágæta stofnun starfar eftir metnaðarfullri framtíðarsýn til að tryggja faglega umgjörð og sinnir m.a. gagnaöflun og rannsóknum í ferðaþjónustu, svo hægt sé að taka góðar og réttmætar ákvarðanir. Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði ferðamála. Að henni standa nokkrir háskólar, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa. Við þetta bætist Stjórnstöð ferðamála sem hefur þann tilgang að samhæfa stjórnsýslu ferðaþjónustunnar og halda utan um brýn verkefni. Er flækjustigið ekki nóg?Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands. Í stað þess að einhenda sér í að móta stefnu til lengri tíma, tryggja sjálfbærni ferðaþjónustunnar sem byggir á þeirri vitneskju sem við höfum meðal okkar fagfólks, þá er ráðleysið slíkt að aftur eigi að búa til eitthvað nýtt. Er þörf á „lítilli Hafró“, eins og ráðherra kýs að kalla hana? Að mínu mati væri nærtækara að styrkja þann faglega grunn sem nú þegar er fyrir hendi og efla rannsóknir enn frekar innan þeirra stofnana sem sjá um þessi mál, a.m.k. á meðan ekki er til sérstakt ráðuneyti ferðamála.Flækjustig Umtalsvert flækjustig er í málaflokknum. Hugmynd ráðherra væri ágæt ef ekki væru nú þegar til stofnanir sem hafa umsjón með þessu verkefni, en Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála sjá um rannsóknir, vöktun, gagnaöflun og ákvarðanatöku með einum eða öðrum hætti. Ég veit ekki betur en að Umhverfisstofnun styðjist við gögn frá fagfólki og birti rauða og appelsínugula lista yfir svæði, sem eru í hættu vegna átroðnings. Umhverfisstofnun hefur auk þess heimild til að loka og taka gjald fyrir veitta þjónustu á náttúruverndarsvæðum. Skyldi ráðherra umhverfis- og auðlindamála vera samþykkur því sem ferðamálaráðherra boðar? Ferðamálastofa, sem er á ábyrgð ferðamálaráðherra, fór í umfangsmikla stefnumótunarvinnu síðastliðið haust. Þessi ágæta stofnun starfar eftir metnaðarfullri framtíðarsýn til að tryggja faglega umgjörð og sinnir m.a. gagnaöflun og rannsóknum í ferðaþjónustu, svo hægt sé að taka góðar og réttmætar ákvarðanir. Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði ferðamála. Að henni standa nokkrir háskólar, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa. Við þetta bætist Stjórnstöð ferðamála sem hefur þann tilgang að samhæfa stjórnsýslu ferðaþjónustunnar og halda utan um brýn verkefni. Er flækjustigið ekki nóg?Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar