Túrtappar, bleiur og eyrnapinnar í tonnavís látið gossa í klósettin Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 14:34 Ef skoðaðar eru tölur um magn rusls sem höfuðborgarbúar láta góssa í klósett sín er erfitt að líta hjá þeirri staðreynd að þeir séu upp til hópa sóðar. Gettys Höfuðborgarbúar henda hundruðum tonna af rusli í klósettin sín. Þetta kemur fram í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Veitna við fyrirspurn Vísis. Í fyrra voru 130 tonn sem komu frá hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum urðuð. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli. Í fréttum RUV í gær, sem hefur látið bilunina mjög til sín taka, kom fram að í kjölfar þeirrar bilunar hefur magn af túrtöppum, bleium og eyrnapinnum í fjörum landsins aukist. Skal engan undra. Á undanförnum tveimur árum og það sem af er ársins 2017 hafa verið síuð rúmlega 153 tonn af af rusli í hreinsistöðinni í Ánanaustum og 164 tonn skiluðu sér í hreinsistöðinni í Klettagörðum.Þetta eru magntölur þess sem síað er úr skólpi í hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum. Í þær fer allt skolp úr Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Höfuðborgarbúar verða því að teljast nokkuð hirðulausir um umhverfi sitt, í ljósi þessa. Í þessum tölum er eingöngu um að ræða rusl en annað, svo sem fita og sandur, er tekinn frá skolpi á öðrum stað í ferlinu. Um er að ræða tölur tveggja síðustu ára til dagsins í dag en lengra nær samanburður ekki þar sem fráveituúrgangur dróst mikið saman í kjölfar þess að búnaður til að þvo ristarúrgang og sand í hreinsistöðvum að Klettagörðum og Ánanaustum var settur upp í byrjun árs 2015. Í fyrra skrifaði Fjóla Jóhannesdóttir fagstjóri fráveitu Veitna athyglisverða grein, sem virðist hafa farið fram hjá flestum ef litið er til alls ruslsins sem látið er fara í klósettin. Þar segir meðal annars: „Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír.“ Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Höfuðborgarbúar henda hundruðum tonna af rusli í klósettin sín. Þetta kemur fram í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Veitna við fyrirspurn Vísis. Í fyrra voru 130 tonn sem komu frá hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum urðuð. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli. Í fréttum RUV í gær, sem hefur látið bilunina mjög til sín taka, kom fram að í kjölfar þeirrar bilunar hefur magn af túrtöppum, bleium og eyrnapinnum í fjörum landsins aukist. Skal engan undra. Á undanförnum tveimur árum og það sem af er ársins 2017 hafa verið síuð rúmlega 153 tonn af af rusli í hreinsistöðinni í Ánanaustum og 164 tonn skiluðu sér í hreinsistöðinni í Klettagörðum.Þetta eru magntölur þess sem síað er úr skólpi í hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum. Í þær fer allt skolp úr Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Höfuðborgarbúar verða því að teljast nokkuð hirðulausir um umhverfi sitt, í ljósi þessa. Í þessum tölum er eingöngu um að ræða rusl en annað, svo sem fita og sandur, er tekinn frá skolpi á öðrum stað í ferlinu. Um er að ræða tölur tveggja síðustu ára til dagsins í dag en lengra nær samanburður ekki þar sem fráveituúrgangur dróst mikið saman í kjölfar þess að búnaður til að þvo ristarúrgang og sand í hreinsistöðvum að Klettagörðum og Ánanaustum var settur upp í byrjun árs 2015. Í fyrra skrifaði Fjóla Jóhannesdóttir fagstjóri fráveitu Veitna athyglisverða grein, sem virðist hafa farið fram hjá flestum ef litið er til alls ruslsins sem látið er fara í klósettin. Þar segir meðal annars: „Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír.“
Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00