Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 12:57 Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson. Íslenska krónan Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson.
Íslenska krónan Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira