Glódís: Það var kominn tími til að Freyr myndi syngja fyrir okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 17:00 Glódís Perla Viggósdóttir er á leið á sitt annað stórmót. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er eðlilega orðin mjög spennt fyrir fyrsta leik liðsins á EM 2017 sem fer fram eftir sex daga.Stelpurnar mæta þá Frakklandi í Tilburg en þær hafa verið við æfingar síðan á mánudaginn í síðustu viku. „Það er kominn ótrúlega mikill fiðringur. Við erum að fara út á föstudaginn þannig að þetta er rétt handan við hornið núna. Við reynum bara að halda okkur á mottunni og reynum að nýta þessa daga sem við eigum áður en við förum út. Þeir skipta miklu máli,“ segir Glódís.Sjá einnig:Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ Nóg er að gera hjá stelpunum sem eru á forsíðum allra blaða og tímarita þessa dagana, sitja fyrir í auglýsingum og koma fram í sjónvarpsþáttum. Þetta er ekki alveg það sem þær hafa alltaf þurft að venjast. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís en hvernig er að gera allt þetta en reyna að einbeita sér að undirbúningi fyir mótið? „Á móti setur maður fókusinn síðan bara 100 prósent hingað. Maður nær kannski ekki að vera að gera annað sem maður væri annars að gera hérna á Íslandi. Maður er svolítið bara í landsliðsbúbblunni núna. Það er aðeins öðruvísi,“ segir Glódís Perla.Freyr Alexandersson tók lagið.vísir/vilhelmUnnið lengi fyrir þessu Áhuginn á liðinu og umfjöllunin hefur aldrei verið meiri eins og fjallað hefur verið um. Glódís hefur mjög gaman að hversu mikill áhuginn er og stemninginn og segir að öll þessi umfjöllun muni hjálpa til þegar í mótið verður komið. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu,“ segir Glódís. „Við erum núna tilbúnar í fjölmiðlaáreitið sem verður úti. Það mun hjálpa okkur. Það skiptir ótrúlega miklu máli og við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Við erum á móti búnar að vinna fyrir þessu lengi og verið að standa okkur vel úti á vellinum þannig það er gott að þetta sé að skila sér.“ Stelpurnar voru í mikilli og góðri æfinga- og hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi þar sem þær til dæmis gistu ekki á hóteli eins og vanalega heldur í íbúðum. „Þetta var aðeins öðruvísi en við gerum vanalega. Við vorum fimm saman í íbúð. Svo vorum við að æfa og fórum líka í Mjölni á föstudeginum sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var öðruvísi líkamstrækt en mjög skemmtileg. Einnig fórum við í hellaskoðun og gerðum ýmislegt. Þetta var mikil liðshelgi sem var geðveikt,“ segir Glódís en um kvöldið var svo sungið saman og þar þurfti Freyr Alexandersson meðal annars að taka lagið fyrir stelpurnar. „Það var kominn tími til að hann myndi aðeins syngja fyrir okkur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt viðtalið við Glódísi Perlu má sjá í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Stelpurnar okkar eru þakklátar fyrir áhugann á liðinu og umfjöllunina en benda á að þær eiga ekkert minna skilið fyrir árangur sinn undanfarin ár. 12. júlí 2017 10:30 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Hægt að hitta stelpurnar okkar á Laugardalsvellinum í dag Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands á föstudaginn eða eftir aðeins tvo daga. Framundan er Evrópumótið í fótbolta þar sem þær ætla sér stóra hluti og að fylgja eftir frábærum árangri karlalandsliðsins í fyrrasumar. 12. júlí 2017 13:00 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er eðlilega orðin mjög spennt fyrir fyrsta leik liðsins á EM 2017 sem fer fram eftir sex daga.Stelpurnar mæta þá Frakklandi í Tilburg en þær hafa verið við æfingar síðan á mánudaginn í síðustu viku. „Það er kominn ótrúlega mikill fiðringur. Við erum að fara út á föstudaginn þannig að þetta er rétt handan við hornið núna. Við reynum bara að halda okkur á mottunni og reynum að nýta þessa daga sem við eigum áður en við förum út. Þeir skipta miklu máli,“ segir Glódís.Sjá einnig:Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ Nóg er að gera hjá stelpunum sem eru á forsíðum allra blaða og tímarita þessa dagana, sitja fyrir í auglýsingum og koma fram í sjónvarpsþáttum. Þetta er ekki alveg það sem þær hafa alltaf þurft að venjast. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís en hvernig er að gera allt þetta en reyna að einbeita sér að undirbúningi fyir mótið? „Á móti setur maður fókusinn síðan bara 100 prósent hingað. Maður nær kannski ekki að vera að gera annað sem maður væri annars að gera hérna á Íslandi. Maður er svolítið bara í landsliðsbúbblunni núna. Það er aðeins öðruvísi,“ segir Glódís Perla.Freyr Alexandersson tók lagið.vísir/vilhelmUnnið lengi fyrir þessu Áhuginn á liðinu og umfjöllunin hefur aldrei verið meiri eins og fjallað hefur verið um. Glódís hefur mjög gaman að hversu mikill áhuginn er og stemninginn og segir að öll þessi umfjöllun muni hjálpa til þegar í mótið verður komið. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu,“ segir Glódís. „Við erum núna tilbúnar í fjölmiðlaáreitið sem verður úti. Það mun hjálpa okkur. Það skiptir ótrúlega miklu máli og við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Við erum á móti búnar að vinna fyrir þessu lengi og verið að standa okkur vel úti á vellinum þannig það er gott að þetta sé að skila sér.“ Stelpurnar voru í mikilli og góðri æfinga- og hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi þar sem þær til dæmis gistu ekki á hóteli eins og vanalega heldur í íbúðum. „Þetta var aðeins öðruvísi en við gerum vanalega. Við vorum fimm saman í íbúð. Svo vorum við að æfa og fórum líka í Mjölni á föstudeginum sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var öðruvísi líkamstrækt en mjög skemmtileg. Einnig fórum við í hellaskoðun og gerðum ýmislegt. Þetta var mikil liðshelgi sem var geðveikt,“ segir Glódís en um kvöldið var svo sungið saman og þar þurfti Freyr Alexandersson meðal annars að taka lagið fyrir stelpurnar. „Það var kominn tími til að hann myndi aðeins syngja fyrir okkur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt viðtalið við Glódísi Perlu má sjá í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Stelpurnar okkar eru þakklátar fyrir áhugann á liðinu og umfjöllunina en benda á að þær eiga ekkert minna skilið fyrir árangur sinn undanfarin ár. 12. júlí 2017 10:30 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Hægt að hitta stelpurnar okkar á Laugardalsvellinum í dag Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands á föstudaginn eða eftir aðeins tvo daga. Framundan er Evrópumótið í fótbolta þar sem þær ætla sér stóra hluti og að fylgja eftir frábærum árangri karlalandsliðsins í fyrrasumar. 12. júlí 2017 13:00 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02
Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00
Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00
Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Stelpurnar okkar eru þakklátar fyrir áhugann á liðinu og umfjöllunina en benda á að þær eiga ekkert minna skilið fyrir árangur sinn undanfarin ár. 12. júlí 2017 10:30
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30
Hægt að hitta stelpurnar okkar á Laugardalsvellinum í dag Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands á föstudaginn eða eftir aðeins tvo daga. Framundan er Evrópumótið í fótbolta þar sem þær ætla sér stóra hluti og að fylgja eftir frábærum árangri karlalandsliðsins í fyrrasumar. 12. júlí 2017 13:00