Sennilega stærsta helgin í sögu Mjölnis Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2017 19:00 Feðgarnir á góðri stund. vísir/böd Það voru þreyttir en kátir Mjölnismenn sem komu til Glasgow í dag. Gunnar Nelson var manna rólegastur og byrjaði á því að leggja sig. Helgin sem er fram undan er líklega sú stærsta í sögu Mjölnis og menn þar á bæ eru eðlilega stoltir. „Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í. Það er mikið undir hjá okkar fólki. Sunna er að keppa sinn þriðja bardaga og væri mikil yfirlýsing hjá henni að vinna fyrstu þrjá atvinnumannabardaga sína," segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Gunni er svo í aðalbardaga kvöldsins og á góðu rönni. Er að mæta manni sem er á enn meira rönni. Þetta verður ekkert meira spennandi en þetta.“ Blandaðar bardagalistir eru orðnar mjög vinsælar á Íslandi og það er ekki síst Gunnari og Sunnu að þakka. „Sportið er alltaf að verða vinsælla á Íslandi. Það eru 1.600 manns að æfa í Mjölni og Mjölnir er orðinn eitt stærsta íþróttafélagið í Reykjavík. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Það er mikið undir í bardaganum hjá Gunnari en hverju má fólk búast við af Gunnari? „Gunnar er alltaf að bæta sig. Bæði í glímunni og standandi. Mesti munurinn núna er samt úthaldið. Hann hefur æft þrekið svakalega og hefur tekið harðar fimm lotur nánast án þess að blása úr nös.“Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. 12. júlí 2017 15:30 Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. 11. júlí 2017 13:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Það voru þreyttir en kátir Mjölnismenn sem komu til Glasgow í dag. Gunnar Nelson var manna rólegastur og byrjaði á því að leggja sig. Helgin sem er fram undan er líklega sú stærsta í sögu Mjölnis og menn þar á bæ eru eðlilega stoltir. „Þetta er risahelgi hjá okkur og sennilega sú stærsta sem við höfum tekið þátt í. Það er mikið undir hjá okkar fólki. Sunna er að keppa sinn þriðja bardaga og væri mikil yfirlýsing hjá henni að vinna fyrstu þrjá atvinnumannabardaga sína," segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Gunni er svo í aðalbardaga kvöldsins og á góðu rönni. Er að mæta manni sem er á enn meira rönni. Þetta verður ekkert meira spennandi en þetta.“ Blandaðar bardagalistir eru orðnar mjög vinsælar á Íslandi og það er ekki síst Gunnari og Sunnu að þakka. „Sportið er alltaf að verða vinsælla á Íslandi. Það eru 1.600 manns að æfa í Mjölni og Mjölnir er orðinn eitt stærsta íþróttafélagið í Reykjavík. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Það er mikið undir í bardaganum hjá Gunnari en hverju má fólk búast við af Gunnari? „Gunnar er alltaf að bæta sig. Bæði í glímunni og standandi. Mesti munurinn núna er samt úthaldið. Hann hefur æft þrekið svakalega og hefur tekið harðar fimm lotur nánast án þess að blása úr nös.“Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. 12. júlí 2017 15:30 Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. 11. júlí 2017 13:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag. 12. júlí 2017 15:30
Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. 11. júlí 2017 13:00