Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Gunnar Nelson segist aldrei hafa verið betri eftir afar vel heppnaðar æfingabúðir. vísir/getty „Mér leist bara vel á hann og hélt hann væri aðeins stærri. Mér fannst hann vera með svolítið lítinn haus en það er kannski bara einhver vitleysa,“ sagði léttur og hreinskilinn Gunnar Nelson um sinn fyrsta hitting með Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem hann berst við á sunnudag.Eins og rokkstjarna Fjölmiðladagur UFC fyrir bardagakvöldið í Glasgow fór fram í gær og Gunnar var langvinsælasti viðmælandinn. Hann var reyndar nánast eins og rokkstjarna því blaðamenn kepptust við að taka svokallaðar bolamyndir með honum. Gunni gaf sér tíma í það með bros á vör. Í góðu andlegu jafnvægi og lék við hvurn sinn fingur. Gunnar er í hrikalega góðu standi og þarf nánast ekkert að skera niður til þess að vera í réttri þyngd á morgun er hann þarf að stíga á vigtina. Það þakkar hann frábærum æfingabúðum.Nýi Mjölnir er bara klikkaður „Ég hef aldrei verið betri og þessar æfingabúðir hafa verið hrikalega góðar. Það var betra að vera allan tímann heima núna í stað þess að fara til Dublin eins og ég geri oft. Þá er betri rútína með alla hluti. Mataræðið og æfingarnar. Ég er á stað þar sem ég er vanur að vera. Nýi Mjölnir er líka bara klikkaður og það er ekki neinn líkamsræktarsalur nálægt okkur sem er þetta góður,“ segir Gunnar en hann hefur oftast farið til Dublin og æft þar síðustu tvær til þrjár vikurnar fyrir bardaga. „Það var frábært að geta fengið stráka til þess að koma heim og æfa með mér og það fíla þetta allir. Þeim finnst gaman að ferðast og geggjað að æfa í nýja Mjölni. Það er líka þægilegt fyrir mig að vera heima því þá get ég verið meira með syni mínum.“ Þetta eru þriðja æfingabúðirnar í röð hjá Gunnari með nýjum áherslum í æfingunum og hann segir að það sé heldur betur að skila sér. „Við breyttum uppsetningunni og þrekæfingunum. Ég er að fíla þetta vel og er að fá meiri og betri tilfinningu fyrir þessu. Það er skýrt hvernig þetta á að vera og það virkar. Þar af leiðandi hafa þetta verið mínar bestu æfingabúðir hingað til.“ Gunnar er ekki vanur því að spá of mikið í andstæðinga sína þó svo eðlilega kynni hann sér andstæðinginn aðeins. „Ég hef aðeins séð hann berjast en eins og áður þá ætla ég að lesa hann aðeins fyrstu lotuna. Ég er búinn að sjá fyrir mér helling af mismunandi leiðum til þess að klára hann. Það verður svo að koma í ljós hvað verður fyrir valinu,“ segir Gunnar en hann er á leiðinni í fimm lotu bardaga í annað sinn á ferlinum og segist vera tilbúinn fyrir það.Ekki lulla eins og gömul dísilvél „Við erum búnir að æfa vel fyrir það ef svo fer. Ég stefni samt aldrei á að fara með bardaga í dómaraúrskurð. Ég mun reyna að klára hann og í hverjum einasta bardaga vill maður sýna hvað maður getur og senda skilaboð út. Ekki bara lulla út allar loturnar eins og gömul dísilvél. Gera ekki neitt.“ Ef vel fer ætlar Gunnar ekki að vera með nein læti og öskra eftir einhverjum ákveðnum andstæðingi í kjölfarið. Það er þó alveg klárt að hann vill fá einhverja af toppgaurunum. Hann hefur talað um að berjast aftur við Demian Maia, sem hann tapaði fyrir, en sér það nú ekki gerast strax.Efast um að fá það tækifæri „Það væri mjög skrítið ef ég fengi ekki einhvern af þessum efstu á listanum. Ég á nú ekki von á að fá Maia strax og sérstaklega ef hann verður heimsmeistari síðar í mánuðinum. Ég held því miður að það sé stutt í að Maia hætti en draumurinn er að fá að keppa aftur við hann þegar hann er með beltið. Það væri algjör draumur en ég efast um að ég fái tækifæri til þess. Ég held það sé það stutt eftir hjá honum,“ segir Gunnar en hann er enn spenntur fyrir því að fá að berjast við Stephen Thompson. „Það væri frábært en það er helling af gæjum þarna. Thompson er aftur á móti eitthvað sem er í umræðunni en við sjáum hvað setur.“ MMA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sjá meira
„Mér leist bara vel á hann og hélt hann væri aðeins stærri. Mér fannst hann vera með svolítið lítinn haus en það er kannski bara einhver vitleysa,“ sagði léttur og hreinskilinn Gunnar Nelson um sinn fyrsta hitting með Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem hann berst við á sunnudag.Eins og rokkstjarna Fjölmiðladagur UFC fyrir bardagakvöldið í Glasgow fór fram í gær og Gunnar var langvinsælasti viðmælandinn. Hann var reyndar nánast eins og rokkstjarna því blaðamenn kepptust við að taka svokallaðar bolamyndir með honum. Gunni gaf sér tíma í það með bros á vör. Í góðu andlegu jafnvægi og lék við hvurn sinn fingur. Gunnar er í hrikalega góðu standi og þarf nánast ekkert að skera niður til þess að vera í réttri þyngd á morgun er hann þarf að stíga á vigtina. Það þakkar hann frábærum æfingabúðum.Nýi Mjölnir er bara klikkaður „Ég hef aldrei verið betri og þessar æfingabúðir hafa verið hrikalega góðar. Það var betra að vera allan tímann heima núna í stað þess að fara til Dublin eins og ég geri oft. Þá er betri rútína með alla hluti. Mataræðið og æfingarnar. Ég er á stað þar sem ég er vanur að vera. Nýi Mjölnir er líka bara klikkaður og það er ekki neinn líkamsræktarsalur nálægt okkur sem er þetta góður,“ segir Gunnar en hann hefur oftast farið til Dublin og æft þar síðustu tvær til þrjár vikurnar fyrir bardaga. „Það var frábært að geta fengið stráka til þess að koma heim og æfa með mér og það fíla þetta allir. Þeim finnst gaman að ferðast og geggjað að æfa í nýja Mjölni. Það er líka þægilegt fyrir mig að vera heima því þá get ég verið meira með syni mínum.“ Þetta eru þriðja æfingabúðirnar í röð hjá Gunnari með nýjum áherslum í æfingunum og hann segir að það sé heldur betur að skila sér. „Við breyttum uppsetningunni og þrekæfingunum. Ég er að fíla þetta vel og er að fá meiri og betri tilfinningu fyrir þessu. Það er skýrt hvernig þetta á að vera og það virkar. Þar af leiðandi hafa þetta verið mínar bestu æfingabúðir hingað til.“ Gunnar er ekki vanur því að spá of mikið í andstæðinga sína þó svo eðlilega kynni hann sér andstæðinginn aðeins. „Ég hef aðeins séð hann berjast en eins og áður þá ætla ég að lesa hann aðeins fyrstu lotuna. Ég er búinn að sjá fyrir mér helling af mismunandi leiðum til þess að klára hann. Það verður svo að koma í ljós hvað verður fyrir valinu,“ segir Gunnar en hann er á leiðinni í fimm lotu bardaga í annað sinn á ferlinum og segist vera tilbúinn fyrir það.Ekki lulla eins og gömul dísilvél „Við erum búnir að æfa vel fyrir það ef svo fer. Ég stefni samt aldrei á að fara með bardaga í dómaraúrskurð. Ég mun reyna að klára hann og í hverjum einasta bardaga vill maður sýna hvað maður getur og senda skilaboð út. Ekki bara lulla út allar loturnar eins og gömul dísilvél. Gera ekki neitt.“ Ef vel fer ætlar Gunnar ekki að vera með nein læti og öskra eftir einhverjum ákveðnum andstæðingi í kjölfarið. Það er þó alveg klárt að hann vill fá einhverja af toppgaurunum. Hann hefur talað um að berjast aftur við Demian Maia, sem hann tapaði fyrir, en sér það nú ekki gerast strax.Efast um að fá það tækifæri „Það væri mjög skrítið ef ég fengi ekki einhvern af þessum efstu á listanum. Ég á nú ekki von á að fá Maia strax og sérstaklega ef hann verður heimsmeistari síðar í mánuðinum. Ég held því miður að það sé stutt í að Maia hætti en draumurinn er að fá að keppa aftur við hann þegar hann er með beltið. Það væri algjör draumur en ég efast um að ég fái tækifæri til þess. Ég held það sé það stutt eftir hjá honum,“ segir Gunnar en hann er enn spenntur fyrir því að fá að berjast við Stephen Thompson. „Það væri frábært en það er helling af gæjum þarna. Thompson er aftur á móti eitthvað sem er í umræðunni en við sjáum hvað setur.“
MMA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sjá meira