Calderwood: Við Sunna erum sjóðheitar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júlí 2017 12:30 Jojo Calderwood er að fara í mjög erfiðan bardaga á morgun. vísir/getty Íslandsvinurinn Joanne Calderwood var eini bardagakappinn sem náði ekki að skila sér í löglegri þyngd á vigtinni í morgun. Hún var þrem pundum yfir þrátt fyrir að hafa lagt mikið á sig í niðurskurðinum. Það þýðir að andstæðingur hennar, Cynthia Calvillo, fær 20 prósnet af launum Calderwood. Calderwood er í áttunda sætinu á styrkleikalista UFC en Calvillo er í fjórtánda sæti. Það er mikið undir hjá Calderwood, eða Jojo eins og hún er kölluð, á heimavelli. Við hittum á hana á fjölmiðladeginum og þá leið henni mjög vel. „Mér líður frábærlega. Það er gott að vera komin heim og hitta fjölskylduna. Ég er búin að hlaða batteríin og er tilbúin í bardagann. Ég þarf stundum að klípa mig til að trúa því að ég sé í næststærsta bardaganum á heimavelli og Gunni í aðalbardaganum,“ segir Calderwood en hún meðal annars undirbjó sig fyrir bardagann með því að æfa með Sunnu Tsunami upp í Mjölni. „Sunna berst deginum á undan mér og lítur vel út. Við erum sjóðheitar og ég hlakka til að sjá hana berjast. Vonandi gefur hennar bardagi mér aukakraft fyrir minn bardaga.“ Sunna og Jojo eru góðar vinkonur og hafa verið í sambandi eftir að Sunna fór til Kansas þar sem hún mun berjast. „Við erum búnar að vera í sambandi og erum duglegar að óska hvor annarri góðs gengis. Að minna á að vera jákvæðar og hafa gaman. Þetta verður okkar helgi og vonandi náum við að fagna saman fljótlega.“ Calderwood elskar Ísland og er að íhuga að flytja til Íslands þó svo fasteignaverðið sé hátt. „Ég elska Ísland eftir að hafa komið oft þangað. Íslendingar hafa alltaf verið góðir við mig. Ég elska Mjölni og fjölskyldumhverfið þar. Ég mun koma fljótlega aftur til Íslands. Það væri flott ef þú gætir leitað að íbúð og styrktaraðila fyrir mig því íbúðir eru svo dýrar á Íslandi,“ segir Jojo og hló dátt.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is. MMA Tengdar fréttir Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15. júlí 2017 09:20 Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00 Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Íslandsvinurinn Joanne Calderwood var eini bardagakappinn sem náði ekki að skila sér í löglegri þyngd á vigtinni í morgun. Hún var þrem pundum yfir þrátt fyrir að hafa lagt mikið á sig í niðurskurðinum. Það þýðir að andstæðingur hennar, Cynthia Calvillo, fær 20 prósnet af launum Calderwood. Calderwood er í áttunda sætinu á styrkleikalista UFC en Calvillo er í fjórtánda sæti. Það er mikið undir hjá Calderwood, eða Jojo eins og hún er kölluð, á heimavelli. Við hittum á hana á fjölmiðladeginum og þá leið henni mjög vel. „Mér líður frábærlega. Það er gott að vera komin heim og hitta fjölskylduna. Ég er búin að hlaða batteríin og er tilbúin í bardagann. Ég þarf stundum að klípa mig til að trúa því að ég sé í næststærsta bardaganum á heimavelli og Gunni í aðalbardaganum,“ segir Calderwood en hún meðal annars undirbjó sig fyrir bardagann með því að æfa með Sunnu Tsunami upp í Mjölni. „Sunna berst deginum á undan mér og lítur vel út. Við erum sjóðheitar og ég hlakka til að sjá hana berjast. Vonandi gefur hennar bardagi mér aukakraft fyrir minn bardaga.“ Sunna og Jojo eru góðar vinkonur og hafa verið í sambandi eftir að Sunna fór til Kansas þar sem hún mun berjast. „Við erum búnar að vera í sambandi og erum duglegar að óska hvor annarri góðs gengis. Að minna á að vera jákvæðar og hafa gaman. Þetta verður okkar helgi og vonandi náum við að fagna saman fljótlega.“ Calderwood elskar Ísland og er að íhuga að flytja til Íslands þó svo fasteignaverðið sé hátt. „Ég elska Ísland eftir að hafa komið oft þangað. Íslendingar hafa alltaf verið góðir við mig. Ég elska Mjölni og fjölskyldumhverfið þar. Ég mun koma fljótlega aftur til Íslands. Það væri flott ef þú gætir leitað að íbúð og styrktaraðila fyrir mig því íbúðir eru svo dýrar á Íslandi,“ segir Jojo og hló dátt.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.
MMA Tengdar fréttir Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15. júlí 2017 09:20 Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00 Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00
Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15. júlí 2017 09:20
Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00
Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00