Dramatík í Breiðholti og í Laugardal | Fimm leikjum lokið í Inkasso deildinni Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júlí 2017 16:00 Fylkismenn halda toppsætinu visir/andri marinó Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net
Íslenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira