Stöðugri ferðamannastraumur til höfuðborgarinnar en landsbyggðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 08:39 Ferðamannastraumurinn til Mývatns dregst töluvert saman á veturna en helst stöðugri á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira