„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla Viggósdóttir flytur á nýjan stað eftir EM. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05