Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 14:00 Freyr og Davíð Snorri eru ekki í knattspyrnuskólanum lengur. vísir/tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05