Ef dyrnar hjá UFC eru opnar fer ég glöð yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Sunna hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. MYND/MJÖLNIR.IS/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum. MMA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum.
MMA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira