Raflínur úr lofti í jörð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Lengd loftlína minnkar og þær verða síður sýnilegar. VÍSIR/VILHELM Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira