Raflínur úr lofti í jörð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Lengd loftlína minnkar og þær verða síður sýnilegar. VÍSIR/VILHELM Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira