Ágúst: Áttum mjög góðar æfingar í Mjölni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2017 21:52 Ágúst sá sína menn loksins vinna leik í kvöld. vísir/anton Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum kampakátur eftir sigurinn á Grindavík. Þetta var fyrsti leikur Fjölnis í rúmar þrjár vikur en hvernig nýttu Grafarvogspiltar þetta frí? „Við hvíldum okkur vel og komum endurnærðir til baka. Þetta var svolítið eins og undirbúningstímabil. Við tókum aðeins í lóðin og mættum í Mjölni og áttum mjög góðar æfingar þar. Svo spiluðum við einn æfingaleik,“ sagði Ágúst. „Þetta var langbesti leikur okkar í sumar. Við mættum til leiks og sýndum að við getum skorað mörk.“ Fyrir leikinn í kvöld sat Fjölnir á botni deildarinnar. Sigurinn var því gríðarlega mikilvægur. „Sumarið er rétt að byrja, eigum við ekki að segja það? En það er frábært að fá þennan sigur og halda hreinu þótt Grindvíkingarnir hafi fengið einhver færi. Við fengum líka urmul færa,“ sagði Ágúst. Linus Olsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fjölni í kvöld og það tók hann aðeins tæpar tvær mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. „Við fengum þennan strák til okkar því ég veit hvað hann getur. Þetta var mjög góð innkoma hjá honum. Hann ýtti við öllum hópnum og menn voru tilbúnir að berjast,“ sagði Ágúst. En ætlar hann að fá fleiri leikmenn til Fjölnis á meðan félagaskiptaglugginn er opinn? „Eigum við ekki að fagna þessum sigri. Við vinnum ekki á hverjum degi og hvað þá svona. Við erum sáttir í dag en sjáum svo til,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Fjölnir - Grindavík 4-0 | Úthvíldir Fjölnismenn rústuðu Grindvíkingum Fjölnismenn byrjuðu báða hálfleikina frábærlega og unnu stórsigur á liðinu í 2. sæti. 17. júlí 2017 22:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum kampakátur eftir sigurinn á Grindavík. Þetta var fyrsti leikur Fjölnis í rúmar þrjár vikur en hvernig nýttu Grafarvogspiltar þetta frí? „Við hvíldum okkur vel og komum endurnærðir til baka. Þetta var svolítið eins og undirbúningstímabil. Við tókum aðeins í lóðin og mættum í Mjölni og áttum mjög góðar æfingar þar. Svo spiluðum við einn æfingaleik,“ sagði Ágúst. „Þetta var langbesti leikur okkar í sumar. Við mættum til leiks og sýndum að við getum skorað mörk.“ Fyrir leikinn í kvöld sat Fjölnir á botni deildarinnar. Sigurinn var því gríðarlega mikilvægur. „Sumarið er rétt að byrja, eigum við ekki að segja það? En það er frábært að fá þennan sigur og halda hreinu þótt Grindvíkingarnir hafi fengið einhver færi. Við fengum líka urmul færa,“ sagði Ágúst. Linus Olsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fjölni í kvöld og það tók hann aðeins tæpar tvær mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. „Við fengum þennan strák til okkar því ég veit hvað hann getur. Þetta var mjög góð innkoma hjá honum. Hann ýtti við öllum hópnum og menn voru tilbúnir að berjast,“ sagði Ágúst. En ætlar hann að fá fleiri leikmenn til Fjölnis á meðan félagaskiptaglugginn er opinn? „Eigum við ekki að fagna þessum sigri. Við vinnum ekki á hverjum degi og hvað þá svona. Við erum sáttir í dag en sjáum svo til,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Fjölnir - Grindavík 4-0 | Úthvíldir Fjölnismenn rústuðu Grindvíkingum Fjölnismenn byrjuðu báða hálfleikina frábærlega og unnu stórsigur á liðinu í 2. sæti. 17. júlí 2017 22:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Fjölnir - Grindavík 4-0 | Úthvíldir Fjölnismenn rústuðu Grindvíkingum Fjölnismenn byrjuðu báða hálfleikina frábærlega og unnu stórsigur á liðinu í 2. sæti. 17. júlí 2017 22:00