Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2017 18:42 Prúðbúnir aðdáendur Jane Austen. Visir/getty Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty
Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira