Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2017 18:42 Prúðbúnir aðdáendur Jane Austen. Visir/getty Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty
Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist