Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 18. júlí 2017 21:48 Harpa kyssir son sinn Steinar á kollinn og heldur á Ými í fanginu. Fallegt móment eftir eftirminnilegt kvöld í Tilburg. Vísir/Vilhelm Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir var vinsælasta manneskjan þegar kom að því að leikmenn Frakklands og Íslands veittu fjölmiðlum viðtöl eftir leiki. Harpa mætti með fimm mánaða son sinn Ými í viðtölin og allir vildu ræða við mæðginin.Viðtalið við Hörpu má sjá í spilaranum að neðan og fleiri myndir þar að neðan. „Við áttum að fá víti áður en þær fengu víti. Það hefði breytt öllu. Mér fannst við skilja allt okkar eftir á vellinum. Hrikalega svekkjandi að fá ekki það sem maður á skilið,“ sagði Harpa við Vísi í einu af fjölmörgum viðtölum sínum eftir leik. Steinar tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég held við höfum gert allt sem við lögðum upp með. Við tökum allt með okkur og þá vinnum við Sviss.“ Harpa segist ekki hugsa mikið út í sína mögnuðu endurkomu í fótboltann svo skömmu eftir barnsburð. „Ég er komin yfir það. Það hefur farið svo mikið púður í að fókusa á að ég sé að koma til baka. Ég horfði bara á leikinn í kvöld, eins og áður og hugsaði að ég ætlaði að koma inn af bekknum og gefa allt mitt.“ Harpa og Ýmir gáfu sér nægan tíma til að ræða við blaðamenn eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi Harpa segir að sér hafi liðið vel eftir að hún kom inn á stundarfjórðungi fyrir leikslok. Það hafi auðvitað verið erfitt og mikil hlaup en líðanin góð. Aðspurð um leikinn gegn Sviss á laugardaginn: „Við erum að fara að vinna.“ Ísland mætir Sviss í Doetinchem á laugardaginn. Svisslendingar eru í sárum eftir 1-0 tap gegn Austurríki í dag og má líta á leikinn sem úrslitaleik um hvort liðið ætlar að halda möguleikanum opnum á að komast áfram.Að neðan má sjá umfjöllun um leik kvöldsins og einkunnir leikmanna. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir var vinsælasta manneskjan þegar kom að því að leikmenn Frakklands og Íslands veittu fjölmiðlum viðtöl eftir leiki. Harpa mætti með fimm mánaða son sinn Ými í viðtölin og allir vildu ræða við mæðginin.Viðtalið við Hörpu má sjá í spilaranum að neðan og fleiri myndir þar að neðan. „Við áttum að fá víti áður en þær fengu víti. Það hefði breytt öllu. Mér fannst við skilja allt okkar eftir á vellinum. Hrikalega svekkjandi að fá ekki það sem maður á skilið,“ sagði Harpa við Vísi í einu af fjölmörgum viðtölum sínum eftir leik. Steinar tók vel á móti litla bróður, Ými, fyrir utan Willem II leikvanginn í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég held við höfum gert allt sem við lögðum upp með. Við tökum allt með okkur og þá vinnum við Sviss.“ Harpa segist ekki hugsa mikið út í sína mögnuðu endurkomu í fótboltann svo skömmu eftir barnsburð. „Ég er komin yfir það. Það hefur farið svo mikið púður í að fókusa á að ég sé að koma til baka. Ég horfði bara á leikinn í kvöld, eins og áður og hugsaði að ég ætlaði að koma inn af bekknum og gefa allt mitt.“ Harpa og Ýmir gáfu sér nægan tíma til að ræða við blaðamenn eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi Harpa segir að sér hafi liðið vel eftir að hún kom inn á stundarfjórðungi fyrir leikslok. Það hafi auðvitað verið erfitt og mikil hlaup en líðanin góð. Aðspurð um leikinn gegn Sviss á laugardaginn: „Við erum að fara að vinna.“ Ísland mætir Sviss í Doetinchem á laugardaginn. Svisslendingar eru í sárum eftir 1-0 tap gegn Austurríki í dag og má líta á leikinn sem úrslitaleik um hvort liðið ætlar að halda möguleikanum opnum á að komast áfram.Að neðan má sjá umfjöllun um leik kvöldsins og einkunnir leikmanna.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45