Viðtalið við Hörpu má sjá í spilaranum að neðan og fleiri myndir þar að neðan.

Harpa segist ekki hugsa mikið út í sína mögnuðu endurkomu í fótboltann svo skömmu eftir barnsburð.
„Ég er komin yfir það. Það hefur farið svo mikið púður í að fókusa á að ég sé að koma til baka. Ég horfði bara á leikinn í kvöld, eins og áður og hugsaði að ég ætlaði að koma inn af bekknum og gefa allt mitt.“

„Við erum að fara að vinna.“
Ísland mætir Sviss í Doetinchem á laugardaginn. Svisslendingar eru í sárum eftir 1-0 tap gegn Austurríki í dag og má líta á leikinn sem úrslitaleik um hvort liðið ætlar að halda möguleikanum opnum á að komast áfram.
Að neðan má sjá umfjöllun um leik kvöldsins og einkunnir leikmanna.