Pressa á heimamanninum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 22:30 Axel er sigurstranglegur á heimavelli. mynd/seth/gsimyndir Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira