Nítján ára bjargaði sjö úr eldsvoða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 19:54 Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. vísir/Heiða Halldórsdóttir Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36
Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20