Skýrsla Þorsteins: Ólafía hefur allt til að geta orðið ein af þeim bestu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2017 11:01 Ólafía á 10. braut. vísir/friðrik þór Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago þar sem hann fylgdist með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur keppa á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í gær og sendi okkur þessa skýrslu. Ólafía hóf leik á 10. teig í dag og byrjaði hún af miklum krafti með dúndurteighöggi á miðja braut og innáhögg um fimm metra frá holu. Hún var um tvo cm of laus í púttinu fyrir fuglinum en þægilegt par á fyrstu braut. Leikur hennar var ekki alveg eins beittur af teig í dag miðað við í gær þar sem hún hitt átta brautir af 14 en gær hitti hún 11 brautir. En það kom svo sem ekki að sök þar sem hún var yfirleitt innan við metra utan brautar og þar er karginn ekki hár. Innáhöggin voru beittari í dag þar sem hún kom sér nær holu og átti meiri möguleika á að fá fugla. Ólafía fékk skolla á 12. braut og par á þeirri þrettándu sem setti hana í þá stöðu að vera á einu höggi yfir pari eftir fjórar brautir í dag en samtals á fjórum höggum yfir pari. Ólafía varð að fá fugla til þess að komast í gegnum niðurskurðinn sem var tvö högg yfir par í allan dag. Hún átti glæsilegt högg inná 14 flötina og stöðvaðist boltinn um 1,5 metra frá holu en pútterinn var eitthvað að svíkja hana í dag og ekki náði hún fyrsta fuglinum þar. Á fimmtánda teig sem er par 3 braut sló hún fínt högg og boltinn lenti á flötinni en hoppaði útaf henni í þéttan karga. Mátti sjá á okkar konu að hún var mjög ósátt hvernig málin voru að þróast. Hún paraði brautina með snilldar vippi og einhvern veginn sá maður að hún var komin í annan gír. Par á brautum 16 og 17. Svo kom hún á 18. brautina sem er par 5, hún gerði sér lítið fyrir og sló annnað höggið um 2,5 m frá holu og átti pútt fyrir erni (-2) sem að vísu fór ekki í holu en fugl var það samt og Ólafía lék fyrri níu brautirnar á pari eða samtals á +3 í mótinu sem þýddi að hún var enn fyrir utan niðurskurðarlínuna þar sem 70 efstu keppendurnir komast áfram og leika um helgina. Þrír yfir pari þýddi 74. sæti og því varð Ólafía að fá fleiri fugla. Hún setti niður um tveggja metra pútt fyrir fugli á 1. braut og var þá komin inn fyrir topp 70 línuna. Ekki versnaði staðan þegar hún fékk aftur fugl á annarri brautinni og þriðji fuglinn í röð leit dagsins ljós og hún komin í 48. sæti. Í framhaldinu komu fjórir skollar í röð og þar af þrír þeirra eftir þrípútt. Það er spurning hvort að spennan við það að vera komin réttum megin við niðurskurðarlínuna hafi haft eitthvað að segja, ég veit það ekki en þarna datt Ólafia úr takti og púttin hennar að holu voru öll of stutt sem gerði það að verkum að hún átti eftir óþægileg pútt fyrir parinu sem gengu svo ekki. Á síðustu þremur brautunum átti hún pútt frá 4–7 metrum fyrir fugli en ekki vildu púttin fara í holu frekar en áður.Niðurstaða: Stóra spilið (frá teig að flöt) hjá Ólafíu var mjög gott í þessu móti en pútt og vipp í kringum flatirnar hefðu mátt vera betri. Ekki skal gleyma því að hún er að leika í fyrsta sinn á stærsta sviði kvennagolfsins og þetta er í fyrsta sinn í sögu LPGA að allir kylfingar sem eru á topp 100 á heimslistanum eru með á sama mótinu. Reynslan sem þetta mót færir Ólafíu er ómetanleg þar sem öll umgjörð í kringum mótið er eitthvað sem hún hefur ekki séð áður, það fer í reynslubankann. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Ólafía mun halda keppnisrétti sínum á LPGA eftir þetta tímabil og ég segi það fullum fetum að keppnistímabilið 2019 (eftir tvö ár) þegar hún verður komin með reynslu af því hvernig lífið sem atvinnukona í golfi gengur fyrir sig þá munum við ekki vera að tala um að hún sé að komast í gegnum niðurskurði á mótum á LPGA heldur verður hún í baráttu um sigra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrirmynd margra kylfinga og hún stendur fyllilega undir því, alltaf gaf hún sér tíma til þess að gefa eiginhandaáritanir og taka mynd af sér með aðdáendum ungum sem öldnum. Hún hefur allt sem þarf til þess að verða með þeim bestu í heiminum í golfíþróttinni en hún þarf tíma til þess læra betur á lífið sem atvinnukylfingur, vinna markvisst í því sem má bæta, styrkja það sem er gott og vonandi heldur hún samt áfram að vera Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30 Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristinn J. Gíslason, faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga. Hann hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og auðvitað Ólafíu. 26. júní 2017 22:21 Ólafía úr leik eftir að hafa misst flugið á lokaholunum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. 30. júní 2017 23:45 Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. 29. júní 2017 22:48 Vil sýna hvað ég spila vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að vera brautryðjandi íslenskra kylfinga þegar hún hefur í dag keppni á stórmóti í golfi, fyrst íslenskra kylfinga. Hún hefur fundið fyrir ofþreytu eftir álag síðustu vikna. 29. júní 2017 07:00 Leik frestað í gærkvöldi vegna veðurs | Staða Ólafíu skánaði Ekki allir kylfingar náðu að ljúka leik á fyrsta keppnishring PGA-meistaramóts kvenna. 30. júní 2017 08:30 Ólafía spilar á afar krefjandi velli Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á KPMG PGA Championship mótinu í dag. 29. júní 2017 12:30 Ólafía: Tilfinningin er æðisleg Stöð 2 Sport er mætt til Chicago og hitti Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir degi áður en hún brýtur enn eitt blaðið í íslenskri golfsögu. 28. júní 2017 19:30 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago þar sem hann fylgdist með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur keppa á sínu fyrsta risamóti. Þorsteinn labbaði hringinn með Ólafíu í gær og sendi okkur þessa skýrslu. Ólafía hóf leik á 10. teig í dag og byrjaði hún af miklum krafti með dúndurteighöggi á miðja braut og innáhögg um fimm metra frá holu. Hún var um tvo cm of laus í púttinu fyrir fuglinum en þægilegt par á fyrstu braut. Leikur hennar var ekki alveg eins beittur af teig í dag miðað við í gær þar sem hún hitt átta brautir af 14 en gær hitti hún 11 brautir. En það kom svo sem ekki að sök þar sem hún var yfirleitt innan við metra utan brautar og þar er karginn ekki hár. Innáhöggin voru beittari í dag þar sem hún kom sér nær holu og átti meiri möguleika á að fá fugla. Ólafía fékk skolla á 12. braut og par á þeirri þrettándu sem setti hana í þá stöðu að vera á einu höggi yfir pari eftir fjórar brautir í dag en samtals á fjórum höggum yfir pari. Ólafía varð að fá fugla til þess að komast í gegnum niðurskurðinn sem var tvö högg yfir par í allan dag. Hún átti glæsilegt högg inná 14 flötina og stöðvaðist boltinn um 1,5 metra frá holu en pútterinn var eitthvað að svíkja hana í dag og ekki náði hún fyrsta fuglinum þar. Á fimmtánda teig sem er par 3 braut sló hún fínt högg og boltinn lenti á flötinni en hoppaði útaf henni í þéttan karga. Mátti sjá á okkar konu að hún var mjög ósátt hvernig málin voru að þróast. Hún paraði brautina með snilldar vippi og einhvern veginn sá maður að hún var komin í annan gír. Par á brautum 16 og 17. Svo kom hún á 18. brautina sem er par 5, hún gerði sér lítið fyrir og sló annnað höggið um 2,5 m frá holu og átti pútt fyrir erni (-2) sem að vísu fór ekki í holu en fugl var það samt og Ólafía lék fyrri níu brautirnar á pari eða samtals á +3 í mótinu sem þýddi að hún var enn fyrir utan niðurskurðarlínuna þar sem 70 efstu keppendurnir komast áfram og leika um helgina. Þrír yfir pari þýddi 74. sæti og því varð Ólafía að fá fleiri fugla. Hún setti niður um tveggja metra pútt fyrir fugli á 1. braut og var þá komin inn fyrir topp 70 línuna. Ekki versnaði staðan þegar hún fékk aftur fugl á annarri brautinni og þriðji fuglinn í röð leit dagsins ljós og hún komin í 48. sæti. Í framhaldinu komu fjórir skollar í röð og þar af þrír þeirra eftir þrípútt. Það er spurning hvort að spennan við það að vera komin réttum megin við niðurskurðarlínuna hafi haft eitthvað að segja, ég veit það ekki en þarna datt Ólafia úr takti og púttin hennar að holu voru öll of stutt sem gerði það að verkum að hún átti eftir óþægileg pútt fyrir parinu sem gengu svo ekki. Á síðustu þremur brautunum átti hún pútt frá 4–7 metrum fyrir fugli en ekki vildu púttin fara í holu frekar en áður.Niðurstaða: Stóra spilið (frá teig að flöt) hjá Ólafíu var mjög gott í þessu móti en pútt og vipp í kringum flatirnar hefðu mátt vera betri. Ekki skal gleyma því að hún er að leika í fyrsta sinn á stærsta sviði kvennagolfsins og þetta er í fyrsta sinn í sögu LPGA að allir kylfingar sem eru á topp 100 á heimslistanum eru með á sama mótinu. Reynslan sem þetta mót færir Ólafíu er ómetanleg þar sem öll umgjörð í kringum mótið er eitthvað sem hún hefur ekki séð áður, það fer í reynslubankann. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Ólafía mun halda keppnisrétti sínum á LPGA eftir þetta tímabil og ég segi það fullum fetum að keppnistímabilið 2019 (eftir tvö ár) þegar hún verður komin með reynslu af því hvernig lífið sem atvinnukona í golfi gengur fyrir sig þá munum við ekki vera að tala um að hún sé að komast í gegnum niðurskurði á mótum á LPGA heldur verður hún í baráttu um sigra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrirmynd margra kylfinga og hún stendur fyllilega undir því, alltaf gaf hún sér tíma til þess að gefa eiginhandaáritanir og taka mynd af sér með aðdáendum ungum sem öldnum. Hún hefur allt sem þarf til þess að verða með þeim bestu í heiminum í golfíþróttinni en hún þarf tíma til þess læra betur á lífið sem atvinnukylfingur, vinna markvisst í því sem má bæta, styrkja það sem er gott og vonandi heldur hún samt áfram að vera Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir. Kveðja frá Olympia Fields vellinum í Chicago, Þorsteinn Hallgrímsson
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37 Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30 Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristinn J. Gíslason, faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga. Hann hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og auðvitað Ólafíu. 26. júní 2017 22:21 Ólafía úr leik eftir að hafa misst flugið á lokaholunum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. 30. júní 2017 23:45 Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. 29. júní 2017 22:48 Vil sýna hvað ég spila vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að vera brautryðjandi íslenskra kylfinga þegar hún hefur í dag keppni á stórmóti í golfi, fyrst íslenskra kylfinga. Hún hefur fundið fyrir ofþreytu eftir álag síðustu vikna. 29. júní 2017 07:00 Leik frestað í gærkvöldi vegna veðurs | Staða Ólafíu skánaði Ekki allir kylfingar náðu að ljúka leik á fyrsta keppnishring PGA-meistaramóts kvenna. 30. júní 2017 08:30 Ólafía spilar á afar krefjandi velli Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á KPMG PGA Championship mótinu í dag. 29. júní 2017 12:30 Ólafía: Tilfinningin er æðisleg Stöð 2 Sport er mætt til Chicago og hitti Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir degi áður en hún brýtur enn eitt blaðið í íslenskri golfsögu. 28. júní 2017 19:30 Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag "Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. 29. júní 2017 21:37
Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30
Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristinn J. Gíslason, faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga. Hann hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og auðvitað Ólafíu. 26. júní 2017 22:21
Ólafía úr leik eftir að hafa misst flugið á lokaholunum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi eftir ótrúlegan hring í kvöld. Hún var fyrir innan niðurskurðarlínuna er aðeins sjö holur voru eftir en þá fór allt á versta veg. 30. júní 2017 23:45
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Skýrsla Þorsteins: Ólafía þarf að vera aðeins djarfari Golfsérfræðingur 365, Þorsteinn Hallgrímsson, er staddur í Chicago til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á sínu fyrsta risamóti. 29. júní 2017 22:48
Vil sýna hvað ég spila vel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að vera brautryðjandi íslenskra kylfinga þegar hún hefur í dag keppni á stórmóti í golfi, fyrst íslenskra kylfinga. Hún hefur fundið fyrir ofþreytu eftir álag síðustu vikna. 29. júní 2017 07:00
Leik frestað í gærkvöldi vegna veðurs | Staða Ólafíu skánaði Ekki allir kylfingar náðu að ljúka leik á fyrsta keppnishring PGA-meistaramóts kvenna. 30. júní 2017 08:30
Ólafía spilar á afar krefjandi velli Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á KPMG PGA Championship mótinu í dag. 29. júní 2017 12:30
Ólafía: Tilfinningin er æðisleg Stöð 2 Sport er mætt til Chicago og hitti Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir degi áður en hún brýtur enn eitt blaðið í íslenskri golfsögu. 28. júní 2017 19:30
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00
Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00