Tekjur Íslendinga: Breikkandi bil á milli forstjóra og þeirra lægst launuðu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2017 11:28 Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón. Tekjur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón.
Tekjur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira