Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Fjölmargir koma að skipulagningu mótsins enda í mörg horn að líta og var líf og fjör þegar Fréttablaðið leit við. Tryggt er að 36 skátar sem ekki hefðu annars efni á því geti komist með aðstoð Aurora-styrktarsjóðsins. vísir/eyþór „Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
„Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira