Heimir: Við erum í eltingarleik Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2017 22:47 Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari fylgjast með frá varamannabekknum í kvöld. vísir/ernir Heimir Guðjónsson þjálfari FH fagnaði vel í leikslok eftir mikilvægan sigur á Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var mikilvægur sigur, við erum náttúrulega í eltingarleik og hvert stig skiptir máli. Það var flott að koma hérna og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks sem spilaði að mínu mati vel í þessum leik. Það er sterkt að koma á þennan völl og taka þrjú stig,“ sagði Heimir í samtali við Vísi strax eftir leik á Kópavogsvelli í kvöld. FH komst yfir í fyrri hálfleik og hefði vel getað skorað fleiri mörk fyrir hlé en Gunnleifur Gunnleifsson kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. „Mér fannst við mjög öflugir fyrsta hálftímann og fengum góð færi til að koma inn fleiri mörkum. Það náðist ekki og 1-0 er alltaf erfið forysta því það þarf ekki mikið að gerast í þeirri stöðu. Við komum ekki nógu sterkir út í seinni hálfleik, féllum alltof langt til baka og miðjan var komin inn í vörnina.“ „Gísli (Eyjólfsson) er frábær skotmaður og hann fékk tækifæri á góðu skoti sem hann kláraði vel. En við sýndum karakter að svara og koma til baka,“ bætti Heimir við en annað mark FH kom aðeins fjórum mínútum eftir að Blikar höfðu jafnað. FH spilar næst á föstudaginn og getur með sigri í þeim leik tekið toppsætið um stundarsakir þar sem aðrir leikir í umferðinni fara fram á sunnudag og mánudag. „Það er bara næsti leikur gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir eru með flott lið og Ejub hefur gert frábæra hluti. Það verður bara erfiður leikur, við fögnum í kvöld og byrjum svo að einbeita okkur að þeim leik á morgun,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Heimir Guðjónsson þjálfari FH fagnaði vel í leikslok eftir mikilvægan sigur á Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var mikilvægur sigur, við erum náttúrulega í eltingarleik og hvert stig skiptir máli. Það var flott að koma hérna og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks sem spilaði að mínu mati vel í þessum leik. Það er sterkt að koma á þennan völl og taka þrjú stig,“ sagði Heimir í samtali við Vísi strax eftir leik á Kópavogsvelli í kvöld. FH komst yfir í fyrri hálfleik og hefði vel getað skorað fleiri mörk fyrir hlé en Gunnleifur Gunnleifsson kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. „Mér fannst við mjög öflugir fyrsta hálftímann og fengum góð færi til að koma inn fleiri mörkum. Það náðist ekki og 1-0 er alltaf erfið forysta því það þarf ekki mikið að gerast í þeirri stöðu. Við komum ekki nógu sterkir út í seinni hálfleik, féllum alltof langt til baka og miðjan var komin inn í vörnina.“ „Gísli (Eyjólfsson) er frábær skotmaður og hann fékk tækifæri á góðu skoti sem hann kláraði vel. En við sýndum karakter að svara og koma til baka,“ bætti Heimir við en annað mark FH kom aðeins fjórum mínútum eftir að Blikar höfðu jafnað. FH spilar næst á föstudaginn og getur með sigri í þeim leik tekið toppsætið um stundarsakir þar sem aðrir leikir í umferðinni fara fram á sunnudag og mánudag. „Það er bara næsti leikur gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir eru með flott lið og Ejub hefur gert frábæra hluti. Það verður bara erfiður leikur, við fögnum í kvöld og byrjum svo að einbeita okkur að þeim leik á morgun,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 1-2 | Kristján Flóki tryggði dýrmætan sigur FH vann mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri og Íslandsmeistararnir eru farnir að nálgast toppliðin. 3. júlí 2017 23:00