Sport

Federer og Djokovic áfram í aðra umferð Wimbledon

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Federer hefur unnið flesta leiki allra á Wimledon.
Federer hefur unnið flesta leiki allra á Wimledon. visir/epa
Serbinn Novak Djokovic og Svisslendingurinn Roger Federer eru báðir komnir áfram í aðra umferð Wimbledon-mótsins í tennis. 

Báðir unnu þeir leikina sína með því að andstæðingurinn þurfti að hætta leik. 

Djokovic situr í fjórða sæti heimslistans og mætti hann Slóvakanum Martin KlizanKlizan þurfti að hætta leik eftir 40 mínútur vegna meiðsla í kálfa. Þegar leik var hætt var Djokovic búinn að vinna fyrsta settið 6-3 og staðan í öðru setti var 2-0.

Federer, sem er í fimmta sæti heimslistans, spilaði við Úkraínumannin Alexandr Dolgopolov. Leik var einnig hætt í öðru setti, í þetta skiptið eftir 42. mínútur, en Federer hafði unnið fyrsta settið 6-3 og var með 3-0 forystu í öðru setti þegar Dolgopolov gaf leikinn. Svisslendingurinn hefur nú sigrað flesta leiki allra á Wimbledon, eða 85 talsins.

Skotinn Andy Murray er einnig kominn áfram í aðra umferð. 


Tengdar fréttir

McEnroe gagnrýnir Djokovic: Hann bara gafst upp

Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×