Tvö sprotafyrirtæki auðvelda leigjendum íbúða að auka tekjurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:00 Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira