Góð viðbót í hönnunarflóru landsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 10:30 Rakel ætlar að reyna að halda í upplifunina sem fylgir því að skreppa í Bolia í sinni verslun. Vísir/Pjetur „Þetta er danska fyrirtækið Bolia. Það er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem er ótrúlega flott og vaxandi. Bolia er núna að opna tvær verslanir í mánuði – þær eru í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Þau hafa aldrei verið á Íslandi áður, þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem opnuð er Bolia-búð hér á landi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Snúrunnar, en þau hafa náð samningum við dönsku húsgagnakeðjuna Bolia, sem eins og Rakel segir er að breiðast út um Evrópu.Hvað þýðir þetta fyrir Snúruna? „Við erum að fara að færa okkar verslun, hún mun ennþá heita Snúran en verður mestmegnis Bolia. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla – þau eru með 90 þúsund vörutegundir, þannig að það er úr nógu að velja.“ Rakel segir að Bolia-verslanirnar séu stórskemmtilegar og það sé ákveðin upplifun að koma inn í slíka búllu. „Það er svo skemmtilegt að þau eru til dæmis með rosa margar týpur af sófum sem þú getur raðað saman á staðnum – gerir þinn eigin sófa þar sem þú getur valið úr tvö hundruð mismunandi efnum og löppum og öllu. Allt sem ég panta er svo bara sérstaklega gert þegar ég panta það. Þetta eru líka svo skemmtilegar búðir, þær eru svo öðruvísi. Þær eru með sinn eigin ilm, þær eru með sína eigin tónlist – þetta er algjör upplifun. Við ætlum að reyna eins og við getum að halda í þessa stemmingu svo að þetta sé ekki bara eins og hver önnur verslun. Þau eru nefnilega svo sér á báti með þetta.“Hvenær má svo búast við að herlegheitin verði opnuð og við getum farið að henda saman eigin sófasetti? „Við erum að stefna á 10. ágúst. Við erum búin að vera að bíða eftir húsnæðinu síðan um áramótin. Það er búið að teikna rýmið allt upp, Rut Kára arkitekt er að hanna þetta allt fyrir okkur og við erum búin að vera í samstarfi við gott fólk. Vonandi náum við þessu í tíma.“ Tíska og hönnun Viðskipti Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta er danska fyrirtækið Bolia. Það er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem er ótrúlega flott og vaxandi. Bolia er núna að opna tvær verslanir í mánuði – þær eru í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Þau hafa aldrei verið á Íslandi áður, þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem opnuð er Bolia-búð hér á landi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Snúrunnar, en þau hafa náð samningum við dönsku húsgagnakeðjuna Bolia, sem eins og Rakel segir er að breiðast út um Evrópu.Hvað þýðir þetta fyrir Snúruna? „Við erum að fara að færa okkar verslun, hún mun ennþá heita Snúran en verður mestmegnis Bolia. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla – þau eru með 90 þúsund vörutegundir, þannig að það er úr nógu að velja.“ Rakel segir að Bolia-verslanirnar séu stórskemmtilegar og það sé ákveðin upplifun að koma inn í slíka búllu. „Það er svo skemmtilegt að þau eru til dæmis með rosa margar týpur af sófum sem þú getur raðað saman á staðnum – gerir þinn eigin sófa þar sem þú getur valið úr tvö hundruð mismunandi efnum og löppum og öllu. Allt sem ég panta er svo bara sérstaklega gert þegar ég panta það. Þetta eru líka svo skemmtilegar búðir, þær eru svo öðruvísi. Þær eru með sinn eigin ilm, þær eru með sína eigin tónlist – þetta er algjör upplifun. Við ætlum að reyna eins og við getum að halda í þessa stemmingu svo að þetta sé ekki bara eins og hver önnur verslun. Þau eru nefnilega svo sér á báti með þetta.“Hvenær má svo búast við að herlegheitin verði opnuð og við getum farið að henda saman eigin sófasetti? „Við erum að stefna á 10. ágúst. Við erum búin að vera að bíða eftir húsnæðinu síðan um áramótin. Það er búið að teikna rýmið allt upp, Rut Kára arkitekt er að hanna þetta allt fyrir okkur og við erum búin að vera í samstarfi við gott fólk. Vonandi náum við þessu í tíma.“
Tíska og hönnun Viðskipti Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira