Góð viðbót í hönnunarflóru landsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 10:30 Rakel ætlar að reyna að halda í upplifunina sem fylgir því að skreppa í Bolia í sinni verslun. Vísir/Pjetur „Þetta er danska fyrirtækið Bolia. Það er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem er ótrúlega flott og vaxandi. Bolia er núna að opna tvær verslanir í mánuði – þær eru í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Þau hafa aldrei verið á Íslandi áður, þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem opnuð er Bolia-búð hér á landi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Snúrunnar, en þau hafa náð samningum við dönsku húsgagnakeðjuna Bolia, sem eins og Rakel segir er að breiðast út um Evrópu.Hvað þýðir þetta fyrir Snúruna? „Við erum að fara að færa okkar verslun, hún mun ennþá heita Snúran en verður mestmegnis Bolia. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla – þau eru með 90 þúsund vörutegundir, þannig að það er úr nógu að velja.“ Rakel segir að Bolia-verslanirnar séu stórskemmtilegar og það sé ákveðin upplifun að koma inn í slíka búllu. „Það er svo skemmtilegt að þau eru til dæmis með rosa margar týpur af sófum sem þú getur raðað saman á staðnum – gerir þinn eigin sófa þar sem þú getur valið úr tvö hundruð mismunandi efnum og löppum og öllu. Allt sem ég panta er svo bara sérstaklega gert þegar ég panta það. Þetta eru líka svo skemmtilegar búðir, þær eru svo öðruvísi. Þær eru með sinn eigin ilm, þær eru með sína eigin tónlist – þetta er algjör upplifun. Við ætlum að reyna eins og við getum að halda í þessa stemmingu svo að þetta sé ekki bara eins og hver önnur verslun. Þau eru nefnilega svo sér á báti með þetta.“Hvenær má svo búast við að herlegheitin verði opnuð og við getum farið að henda saman eigin sófasetti? „Við erum að stefna á 10. ágúst. Við erum búin að vera að bíða eftir húsnæðinu síðan um áramótin. Það er búið að teikna rýmið allt upp, Rut Kára arkitekt er að hanna þetta allt fyrir okkur og við erum búin að vera í samstarfi við gott fólk. Vonandi náum við þessu í tíma.“ Tíska og hönnun Viðskipti Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Þetta er danska fyrirtækið Bolia. Það er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem er ótrúlega flott og vaxandi. Bolia er núna að opna tvær verslanir í mánuði – þær eru í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Þau hafa aldrei verið á Íslandi áður, þannig að þetta er í fyrsta skiptið sem opnuð er Bolia-búð hér á landi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Snúrunnar, en þau hafa náð samningum við dönsku húsgagnakeðjuna Bolia, sem eins og Rakel segir er að breiðast út um Evrópu.Hvað þýðir þetta fyrir Snúruna? „Við erum að fara að færa okkar verslun, hún mun ennþá heita Snúran en verður mestmegnis Bolia. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla – þau eru með 90 þúsund vörutegundir, þannig að það er úr nógu að velja.“ Rakel segir að Bolia-verslanirnar séu stórskemmtilegar og það sé ákveðin upplifun að koma inn í slíka búllu. „Það er svo skemmtilegt að þau eru til dæmis með rosa margar týpur af sófum sem þú getur raðað saman á staðnum – gerir þinn eigin sófa þar sem þú getur valið úr tvö hundruð mismunandi efnum og löppum og öllu. Allt sem ég panta er svo bara sérstaklega gert þegar ég panta það. Þetta eru líka svo skemmtilegar búðir, þær eru svo öðruvísi. Þær eru með sinn eigin ilm, þær eru með sína eigin tónlist – þetta er algjör upplifun. Við ætlum að reyna eins og við getum að halda í þessa stemmingu svo að þetta sé ekki bara eins og hver önnur verslun. Þau eru nefnilega svo sér á báti með þetta.“Hvenær má svo búast við að herlegheitin verði opnuð og við getum farið að henda saman eigin sófasetti? „Við erum að stefna á 10. ágúst. Við erum búin að vera að bíða eftir húsnæðinu síðan um áramótin. Það er búið að teikna rýmið allt upp, Rut Kára arkitekt er að hanna þetta allt fyrir okkur og við erum búin að vera í samstarfi við gott fólk. Vonandi náum við þessu í tíma.“
Tíska og hönnun Viðskipti Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira