Engin hætta á mengun í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 13:34 Sjósundskappar í Nauthólsvík. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00