Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 17:25 Hvíta húsið hefur ítrekað farið gegn ráðleggingum siðaskrifstounnar sem Shaub hefur farið fyrir. Vísir/EPA Walter Shaub, yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar, sem hefur ítrekað staðið í stappi við ríkisstjórn Donalds Trump vegna hagsmunaáreksra, sagði af sér í dag. „Það er ekki margt sem ég hefði getað náð fram á siðaskrifstofu ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Nýleg reynsla skrifstofunnar gerir það klárt að styrkja þarf siðferðiseftirlit,“ sagði Shaub sem var skipaður af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Fimm ára starfstímabili Schaub lýkur ekki fyrr en í janúar en hann vísaði til þess að hann ætti litla möguleika á að halda áfram í embættinu og að hann hefði fengið gott atvinnutilboð samkvæmt frétt New York Times.Hunsuðu tilmæli siðaskrifstofunnarSiðaskrifstofunni var komið á fót eftir Watergate-hneykslið en markmiðið með henni var að hjálpa kjörnum fulltrúum að forðast hagsmunaárekstra. Shaub hafði þrýst á Trump opinberlega að selja eigur sínar og losa sig við eignarhluti áður en hann tæki við embætti forseta. Trump tók þeim ráðleggingum hins vegar ekki. Synir hans tveir reka nú viðskiptaveldi hans. Hann lagði einnig til að Hvíta húsið beitti Kellyanne Conway, ráðgjafa Trump, viðurlögum eftir að hún auglýsti vörur Ivönku Trump, dóttur forsetans, í sjónvarpsviðtali. Hvíta húsið aðhafðist hins vegar ekkert. Hvíta húsið hefur einnig vefengt lagaheimild siðaskrifstofunnar til að óska eftir gögnum þegar Shaub krafðist afrita af undanþágum sem Hvíta húsið veitti starfsmönnum sem það réði til starfa fyrir ríkisstjórnina. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Walter Shaub, yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar, sem hefur ítrekað staðið í stappi við ríkisstjórn Donalds Trump vegna hagsmunaáreksra, sagði af sér í dag. „Það er ekki margt sem ég hefði getað náð fram á siðaskrifstofu ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður. Nýleg reynsla skrifstofunnar gerir það klárt að styrkja þarf siðferðiseftirlit,“ sagði Shaub sem var skipaður af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Fimm ára starfstímabili Schaub lýkur ekki fyrr en í janúar en hann vísaði til þess að hann ætti litla möguleika á að halda áfram í embættinu og að hann hefði fengið gott atvinnutilboð samkvæmt frétt New York Times.Hunsuðu tilmæli siðaskrifstofunnarSiðaskrifstofunni var komið á fót eftir Watergate-hneykslið en markmiðið með henni var að hjálpa kjörnum fulltrúum að forðast hagsmunaárekstra. Shaub hafði þrýst á Trump opinberlega að selja eigur sínar og losa sig við eignarhluti áður en hann tæki við embætti forseta. Trump tók þeim ráðleggingum hins vegar ekki. Synir hans tveir reka nú viðskiptaveldi hans. Hann lagði einnig til að Hvíta húsið beitti Kellyanne Conway, ráðgjafa Trump, viðurlögum eftir að hún auglýsti vörur Ivönku Trump, dóttur forsetans, í sjónvarpsviðtali. Hvíta húsið aðhafðist hins vegar ekkert. Hvíta húsið hefur einnig vefengt lagaheimild siðaskrifstofunnar til að óska eftir gögnum þegar Shaub krafðist afrita af undanþágum sem Hvíta húsið veitti starfsmönnum sem það réði til starfa fyrir ríkisstjórnina.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira