Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júlí 2017 19:15 Frá sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins í sjónum við Faxaskjól í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira