Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2017 22:15 Ólafía á vellinum í gær. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á þriðja keppnisdegi á Thornberry Creek-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Hún kom í hús á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins, og er á samtals tíu höggum undir pari. Hún var í 15.-19. sæti þegar hún lauk leik en þá áttu fjölmargir keppendur enn eftir að klára sinn hring. Ólafía hefur aldrei verið á jafn lágu skori á LPGA-mótaröðinni hingað til og er fimm höggum á eftir efsta kylfingi, Katherine Kirk frá Ástralíu sem var á fimmtán undir eftir fyrri níu hjá sér. Ólafía steig ekki feilspor á fyrri níu og fékk þá sex pör og þrjá fugla. Á seinni níu fékk hún aftur þrjá fugla en tvo skolla þar að auki. Sýnt er frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 en bein útsending frá fjórða keppnisdegi hefst klukkan 21.30 annað kvöld. Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á þriðja keppnisdegi á Thornberry Creek-mótinu á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Hún kom í hús á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins, og er á samtals tíu höggum undir pari. Hún var í 15.-19. sæti þegar hún lauk leik en þá áttu fjölmargir keppendur enn eftir að klára sinn hring. Ólafía hefur aldrei verið á jafn lágu skori á LPGA-mótaröðinni hingað til og er fimm höggum á eftir efsta kylfingi, Katherine Kirk frá Ástralíu sem var á fimmtán undir eftir fyrri níu hjá sér. Ólafía steig ekki feilspor á fyrri níu og fékk þá sex pör og þrjá fugla. Á seinni níu fékk hún aftur þrjá fugla en tvo skolla þar að auki. Sýnt er frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 en bein útsending frá fjórða keppnisdegi hefst klukkan 21.30 annað kvöld. Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira