Ólafía: Náði að halda mér rólegri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:35 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var áængð að loknum þriðja keppnishring á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni. Hún spilaði á fjórum höggum undir pari og er í 15.-22. sæti á tíu höggum undir pari samtals. „Ég var að slá ótrúlega vel af teig og náði að koma mér í góð færi. Ég náði líka að pútta mjög vel,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær. Hún segir það vissulega skemmtilegt að vera nálægt efstu konum þegar lokahringurinn hefst og að vera í færi á að blanda sér í baráttu um efstu sætin. „Öll reynslan af LPGA er byrjuð að skila sér og mér líður bara nokkuð vel. Ég náði að halda mér nokkuð rólegri í dag - ég þurfti bara að muna að borða og anda og fleira í þeim dúr,“ sagði hún og brosti. Ólafía sagði eftir PGA-meistaramótið um síðustu helgi að hún hefði gerð byrjendamistök þar. „Ég var ekki nógu dugleg að borða og svo var ég alveg að pissa á mig. Blóðsykurinn féll og það eru algjör byrjendamistök,“ sagði Ólafía þá. Hún missti fáein pútt í gær, þar af stutt pútt fyrir fugli á sautjándu holu eftir frábært teighögg. „Ég hefði kannski viljað vera ákveðnari í sumum púttum í dag. Ég tek því kannski nokkur pútt á æfingasvæðinu en svo ætla ég að hvíla mig.“ Ólafía hefur leik klukkan 14.39 að íslenskum tíma í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4. Golf Tengdar fréttir Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var áængð að loknum þriðja keppnishring á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni. Hún spilaði á fjórum höggum undir pari og er í 15.-22. sæti á tíu höggum undir pari samtals. „Ég var að slá ótrúlega vel af teig og náði að koma mér í góð færi. Ég náði líka að pútta mjög vel,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær. Hún segir það vissulega skemmtilegt að vera nálægt efstu konum þegar lokahringurinn hefst og að vera í færi á að blanda sér í baráttu um efstu sætin. „Öll reynslan af LPGA er byrjuð að skila sér og mér líður bara nokkuð vel. Ég náði að halda mér nokkuð rólegri í dag - ég þurfti bara að muna að borða og anda og fleira í þeim dúr,“ sagði hún og brosti. Ólafía sagði eftir PGA-meistaramótið um síðustu helgi að hún hefði gerð byrjendamistök þar. „Ég var ekki nógu dugleg að borða og svo var ég alveg að pissa á mig. Blóðsykurinn féll og það eru algjör byrjendamistök,“ sagði Ólafía þá. Hún missti fáein pútt í gær, þar af stutt pútt fyrir fugli á sautjándu holu eftir frábært teighögg. „Ég hefði kannski viljað vera ákveðnari í sumum púttum í dag. Ég tek því kannski nokkur pútt á æfingasvæðinu en svo ætla ég að hvíla mig.“ Ólafía hefur leik klukkan 14.39 að íslenskum tíma í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4.
Golf Tengdar fréttir Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15