Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:46 Donald Trump yngri við opnun Trump háhýsis í Vancouver, Kanada. Vísir/Getty Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00
Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48