Háttsettir repúblikanar gagnrýna tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2017 07:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira