Conor vill mæta Khabib í Rússlandi eftir Mayweather: „Hvernig er ekki hægt að elska hann?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 15:15 Conor með beltin sín. vísir/getty Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White. MMA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White.
MMA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira