„Við erum gömul en ekki dauð“ Ellert B Schram skrifar 30. júní 2017 14:49 Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun