Viðskipti innlent

Bjarki Sigurðsson ráðinn sem nýr sérfræðingur hjá Kviku

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Bjarki Sigurðsson, nýráðinn sérfræðingur hjá Kviku.
Bjarki Sigurðsson, nýráðinn sérfræðingur hjá Kviku. Kvika
Nýr sérfræðingur hefur verið ráðinn í einkabankaþjónustu Kviku fjárfestingabanka. Sá er Bjarki Sigurðsson.

Bjarki hefur starfað í hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999. Bjarki starfaði þar við einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu bankans.

Þjónusta Kviku snýr aðallega að fjármálaumsýslu. Alls starfa 86 sérfræðingar við bankann. Í tilkynningunni kemur fram að bankinn sé eini bankinn sem er að fullu í eigu einkaaðila; lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Markmið einkabankaþjónustunnar er að vinna að eignasöfnun til langtíma. Einnig verður séð um persónuleg fjármál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×