Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur. Hann hefur ekkert tjáð sig. vísir/afp Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað. Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað.
Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira