Af hverju fellur ávöxtun skuldabréfa þegar seðlabanki hækkar vexti? 21. júní 2017 09:00 Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun